Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Nígeríu: Sáum að Ísland getur spilað vel
Icelandair
Gernt Rohr.
Gernt Rohr.
Mynd: Getty Images
Gernt Rohr, þjálfari Nígeríu, reiknar með erfiðum leik þegar liðið mætir Íslandi í Volgograd á föstudaginn.

Nígería tapaði 2-0 gegn Króatíu í gær á meðan Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu.

„Við sáum að íslenska liðið er sterkt lið og þeir geta staðið sig mjög vel. Við getum hins vegar líka gert betur," sagði Rohr eftir tapið í gærkvöldi.

„Við erum með yngsta liðið á HM. Við þurfum að læra af þessum leik og gera betur."

„Það er mikilvægt að ná í að minnsta kosti fjögur stig til að komast áfram. Þetta er allt í okkar höndum. Verum jákvæðir og höfum trú á að við getum gert þetta."


Sjá einnig:
Þjálfari Nígeríu gagnrýndur - Þriggja manna vörn gegn Íslandi?
Athugasemdir
banner
banner