Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. júní 2018 23:00
Gunnar Logi Gylfason
Þjálfari Túnis telur sína menn berjast við England um 2. sætið
Nabil Maaloul
Nabil Maaloul
Mynd: Getty Images
Nabil Maaloul, landsliðsþjálfari Túnis, telur liðið vera undir jafnmikilli pressu og enska liðið fyrir leik liðanna á morgun því þau munu koma til með að berjast um 2. sæti riðilsins.

„Af minni reynslu að dæma þá geturðu ekki spilað fótbolta án sjálfstrausts. Það er venjulegt. Við höfum spilað mjög góða leiki."

„Frammistaða Belgana síðustu mánuði sýna að þeir eru líklegastir til þess að vinna riðilinn. Það er augljóst,"
segir Maaloul.

„Þegar þú sérð einstaklingsgæðin í belgíska liðinu þá veistu að þeir geta komist í undanúrslitin. England er einnig með frábæra leikmenn en ég held að Belgar eru sigurstranglegastir í riðlinum."

„Við mætum til leiks með sjálfstraust," sagði Maaloul að lokum en Túnis og England mætast klukkan 18:00 annað kvöld.

Maaloul tók við Túnis í apríl í fyrra og hefur liðið ekki tapað undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner