fim 17. júlí 2014 10:17
Elvar Geir Magnússon
Ísland upp á FIFA-listanum - England hrapar
Þýskaland á toppnum
Bastian Schweinsteiger og félagar í Þýskalandi tróna á toppnum.
Bastian Schweinsteiger og félagar í Þýskalandi tróna á toppnum.
Mynd: Getty Images
Íslenska karlalandsliðið hefur hækkað um fimm sæti á styrkleikalista FIFA sem kynntur var í morgun. Ísland fer upp í 47. sæti.

Þýskaland trónir á toppi listans í fyrsta sinn í 20 ár en heimsmeistararnir voru fyrir mánuði í öðru sætinu. Argentína sem komst í úrslitaleikinn er í öðru sæti.

Holland tók stórt stökk með frammistöðu sinni í Brasilíu, fer upp um 12 sæti og situr nú í því þriðja. Englendingar hrapa hinsvegar niður um tíu sæti og eru nú í 20. sæti listans. England hefur ekki verið neðar á listanum í 18 ár.

Spánverjar voru í efsta sæti listans fyrir mánuði síðan en eru nú komnir í áttunda sæti.

FIFA-listinn:
1. Þýskaland
2. Argentína
3. Holland
4. Kólumbía
5. Belgía
6. Úrúgvæ
7. Brasilía
8. Spánn
9. Sviss
10. Frakkland
11. Portúgal
12. Síle
13. Grikkland
14. Ítalía
15. Bandaríkin
16. Kosta Ríka
17. Króatía
18. Mexíkó
19. Bosnía-Herzegovina
20. England
-------
45. Japan
46. Slóvakía
47. Ísland
48. Paragvæ
49. Íran
Athugasemdir
banner
banner