Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. júlí 2014 09:00
Daníel Freyr Jónsson
Juan Manuel Iturbe til Roma (Staðfest)
Juan Manuel Iturbe í leik með Verona.
Juan Manuel Iturbe í leik með Verona.
Mynd: Getty Images
Argentínski vængmaðurinn Juan Manuel Iturbe hefur gengið frá félagaskiptum sínum frá Verona til Roma.

Roma staðfesti þetta í gærkvöldi og er kaupverið öllu lægra heldur en upprunlega var talið. Nemur það 22 milljónum evra í stað 30 milljóna líkt og ítalskir fjölmiðlar höfðu greint frá. 2,5 milljónir geta síðar bæst við í árangurstengdum bónusgreiðslum.

Iturbe skrifaði undir fimm ára samning hjá Roma eftir að hafa gengist undir læknisskoðun hjá félaginu.

Iturbe þykir einn allra efnilegasti leikmaðurinn á Ítalíu um þessar mundir, en Verona keypti hann frá Porto fyrr í sumar eftir að hann skoraði átta mörk og lagði upp önnur fimm sem lánsmaður með liðinu í vetur.

Stórlið eins og Juventus, Real Madrid og Barcelona voru öll orðuð við Iturbe, en Roma á nóg af peningum eftir að hafa selt þá Erik Lamela og Marquinhos á síðasta ári og gekk frá kaupunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner