banner
   fim 17. júlí 2014 08:30
Daníel Freyr Jónsson
QPR hefur áhuga á Ron Vlaar
Ron Vlaar í baráttunni á HM.
Ron Vlaar í baráttunni á HM.
Mynd: Vlaar
Harry Redknapp, stjóri QPR, íhugar þessa stundina að gera tilboð í hollenska landsliðsmanninn Ron Vlaar, leikmann Aston Villa.

Vlaar stóð sig vel með hollenska landsliðinu á HM og var að margra mati einn besti varnarmaður mótsins.

Nýliðar QPR leita að mönnum til að bæta við í varnarlínuna, en allt bendir til að Rio Ferdinand gangi í raðir liðsins. Félagið hefur einnig boðið í Steven Caulker, miðvörð Cardiff, en illa hefur gengið að ná samkomulagi um kaup á honum.

Redknapp gæti því snúið sér að Vlaar, sem einnig hefur verið orðaður við Roma.

QPR er þar að auki í samningaviðræðum við landsliðsframherjann Kolbein Sigþórsson sem gæti komið frá Ajax á næstu dögum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner