Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. júlí 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Systurnar Dagrún og Heiðrún í Aftureldingu (Staðfest)
Heiðrún er hér til vinstri og Dagrún til hægri. Með þeim á myndinni er Ásrún Dóra systir þeirra og Bjarki Már Sverrisson, yfirþjálfari hjá Aftureldingu.
Heiðrún er hér til vinstri og Dagrún til hægri. Með þeim á myndinni er Ásrún Dóra systir þeirra og Bjarki Már Sverrisson, yfirþjálfari hjá Aftureldingu.
Mynd: afturelding.is
Lið Aftureldingar í Pepsi-deild kvenna hefur fengið vænan liðsstyrk fyrir síðari helming sumarsins. Liðið hefur samið við systurnar Dagrúnu Björk og Heiðrúnu Sigurðardætur um að spila með liðinu út tímabilið.

Um er ræða kunnuleg andlit fyrir Mosfellinga, þar sem stelpurnar voru hjá liðinu lengi vel í yngri flokkunum. Lítið hefur hinsvegar farið fyrir þeim í íslenska boltanum undanfarin ár þar sem þær hafa verið búsettar í Þýskalandi. Þriðja systirinn, Ásrún Dóra, er enn í Þýskalandi.

Dagrún leikur sem bakvörður á meðan Heiðrún spilar sem miðjumaður. Þær voru til mála hjá 1. FFC Frankfurt í Þýskalandi en núna munu þær leika með sínu gamla félagi, út tímabilið hið minnsta.

Afturelding veitir ekki af liðsstyrknum þar sem liðið hefur einungis náð í þrjú stig í níu umferðum í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner