Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. júlí 2014 06:00
Arnar Daði Arnarsson
Víkingur Ó. fær Joey Spivack á reynslu
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
Bandaríski miðjumaðurinn Joey Spivack er á leið til Ólafsvíkingur á reynslu þetta staðfesti Ejub Purisevic við Fótbolta.net í gær. Spivack hefur æft með ÍBV síðustu daga en Eyjamenn ætla ekki að semja við hann.

Spivack er 24 ára gamall en hann hefur undanfarið ár leikið í heimalandi sínu.

Þar áður lék hann í tvö ár með Kemi Kings í finnsku C-deildinni.

Spivack hefur einnig leikið í Belgíu og Englandi á ferli sínum en hann var í akademíu New York Red Bulls á sínum tíma.

Félagaskiptaglugginn opnaði 15. júlí og Spivack getur því samið við Víking Ó. ef hann nær að heilla Ejub og félaga.
Athugasemdir
banner
banner
banner