Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   sun 17. júlí 2016 22:47
Elvar Geir Magnússon
Arnar fór með Blika úr hefðbundinni dagskrá
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hafa verið erfiðar þrjár vikur fyrir okkur. Að koma hingað, skora þrjú mörk og halda hreinu gegn því liði sem hefur skorað flest mörk í deildinni. Ég er gríðarlega sáttur við það," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 útisigur gegn Fjölni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

Blikum hefur gengið illa að skora mörk í sumar en Arnar segir að liðið hafi farið út úr hefðbundinni æfingadagskrá í aðdraganda þessa leiks.

„Það var bryddað upp á einhverju nýju. Við fórum í fótboltagolf og gerðum eitthvað annað. Það þarf stundum að gera það þegar illa gengur að brjóta hlutina upp og hafa gaman að hlutunum. Þegar menn brosa er miklu líklegra að vel gangi."

Árni Vilhjálmsson er kominn í Blikaliðið að nýju og lagði upp öll þrjú mörkin.

„Árni kemur inn með ákveðinn kraft, hann heldur bolta og er hreyfanlegur. Hann var að spila fyrir liðið og það er lykilatriði. Hver skorar skiptir ekki öllu."

Hvað finnst Arnari um að hafa 19 stig að lokinni fyrri umferð?

„Ég er þokkalega sáttur. Auðvitað hefði ég viljað hafa fleiri stig. Ég er mest ósáttur við að hafa dottið út úr Evrópukeppni þar sem ég tel okkur hafa verið betra liðið í þessari rimmu. Það er ekkert endilega besta liðið sem fer áfram," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner