Man Utd gæti reynt við Pope - Arsenal vonar að Palace lækki verðið á Eze
FH skrifaði söguna - „Það verður bara veisla á Laugardalsvelli"
„Svolítið bras á okkur í fyrri hálfleik"
Venni: Þetta veðmál gékk upp í dag
Arnar: Maður getur ekki verið vondur þegar menn eru að reyna að gera réttu hluti
Gústi Gylfa: Á meðan við skorum ekki mörk þá endar þetta á verstan veg
Gunnar Heiðar: Litum við bara mjög vel út og mörkin frábær
„Erfitt að kyngja þessu og vera 'humble' og 'gracefull' því við áttum eitthvað skilið úr þessum leik"
Haraldur Freyr: Við stefnum klárlega á að komast í umspilið
Kári Kristjáns: Þjálfarinn í Danmörku hætti óvænt og smá kaos
Siggi gríðarlega ánægður með Affi: Búinn að sýna það sem við vonuðumst eftir
„Sennilega ógeðslegasta mark sem við höfum fengið á okkur"
Höskuldur: Ætlum ekki að bregðast við eins og krakki á N1 mótinu
Dóri Árna: Tökum þessum leik mjög alvarlega
Benedikt Warén: Það verður skemmtilegra að mæta á æfingar
Jökull: Mjög hissa ef það er hægt að færa rök gegn því
Magnús Már um rauða spjaldið - „Það litar leikinn svakalega mikið"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Mætir bróður sínum í úrslitaleiknum
Heimsóknin - KFG og Víkingur Ó
Simon Tibbling: Mér líður pínu eins og við höfum unnið
Rúnar Kristins: Stálum kannski þessu eina stigi?
   sun 17. júlí 2016 22:47
Elvar Geir Magnússon
Arnar fór með Blika úr hefðbundinni dagskrá
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hafa verið erfiðar þrjár vikur fyrir okkur. Að koma hingað, skora þrjú mörk og halda hreinu gegn því liði sem hefur skorað flest mörk í deildinni. Ég er gríðarlega sáttur við það," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 útisigur gegn Fjölni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

Blikum hefur gengið illa að skora mörk í sumar en Arnar segir að liðið hafi farið út úr hefðbundinni æfingadagskrá í aðdraganda þessa leiks.

„Það var bryddað upp á einhverju nýju. Við fórum í fótboltagolf og gerðum eitthvað annað. Það þarf stundum að gera það þegar illa gengur að brjóta hlutina upp og hafa gaman að hlutunum. Þegar menn brosa er miklu líklegra að vel gangi."

Árni Vilhjálmsson er kominn í Blikaliðið að nýju og lagði upp öll þrjú mörkin.

„Árni kemur inn með ákveðinn kraft, hann heldur bolta og er hreyfanlegur. Hann var að spila fyrir liðið og það er lykilatriði. Hver skorar skiptir ekki öllu."

Hvað finnst Arnari um að hafa 19 stig að lokinni fyrri umferð?

„Ég er þokkalega sáttur. Auðvitað hefði ég viljað hafa fleiri stig. Ég er mest ósáttur við að hafa dottið út úr Evrópukeppni þar sem ég tel okkur hafa verið betra liðið í þessari rimmu. Það er ekkert endilega besta liðið sem fer áfram," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner