Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   sun 17. júlí 2016 22:47
Elvar Geir Magnússon
Arnar fór með Blika úr hefðbundinni dagskrá
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það hafa verið erfiðar þrjár vikur fyrir okkur. Að koma hingað, skora þrjú mörk og halda hreinu gegn því liði sem hefur skorað flest mörk í deildinni. Ég er gríðarlega sáttur við það," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 útisigur gegn Fjölni í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

Blikum hefur gengið illa að skora mörk í sumar en Arnar segir að liðið hafi farið út úr hefðbundinni æfingadagskrá í aðdraganda þessa leiks.

„Það var bryddað upp á einhverju nýju. Við fórum í fótboltagolf og gerðum eitthvað annað. Það þarf stundum að gera það þegar illa gengur að brjóta hlutina upp og hafa gaman að hlutunum. Þegar menn brosa er miklu líklegra að vel gangi."

Árni Vilhjálmsson er kominn í Blikaliðið að nýju og lagði upp öll þrjú mörkin.

„Árni kemur inn með ákveðinn kraft, hann heldur bolta og er hreyfanlegur. Hann var að spila fyrir liðið og það er lykilatriði. Hver skorar skiptir ekki öllu."

Hvað finnst Arnari um að hafa 19 stig að lokinni fyrri umferð?

„Ég er þokkalega sáttur. Auðvitað hefði ég viljað hafa fleiri stig. Ég er mest ósáttur við að hafa dottið út úr Evrópukeppni þar sem ég tel okkur hafa verið betra liðið í þessari rimmu. Það er ekkert endilega besta liðið sem fer áfram," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner