Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   sun 17. júlí 2016 22:27
Fótbolti.net
Árni Vill: Ætla ekki að láta veiða mig í þetta
Árni í leiknum í kvöld.
Árni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera kominn heim. Þetta var ástríðusigur hjá okkur öllum," sagði Árni Vilhjálmsson í hressu viðtali við Tómas Meyer eftir 3-0 sigur Breiðabliks á Fjölni í kvöld.

Árni lagði upp þrjú mörk í leiknum en hefði hann ekki sjálfur viljað skora?

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

„Það hefði ekki verið leiðinlegt. Auðvitað hefði ég viljað skora. Ég hefði viljað fá eitt færi og náð skoti á markið. Mér er samt eiginlega alveg sama. Við vinnum 3-0 og erum áfram í toppbaráttunni."

Árni var að spila sinn fyrsta leik með Blikum í tæp tvö ár en hann er kominn aftur til félagsins á láni frá Lilleström.

„Maður vill fyrst og fremst spila og ég fæ tækifæri að koma hingað í uppeldisfélagið á láni í fjóra mánuði. Ég vil líka halda mér í standi fyrir erfiða baráttu um U21 sæti. Við eigum möguleika á að fara ansi langt þar. Hver einasti leikmaður í því liði þarf að spila 90 mínútur í hverri viku áður en við spilum þrjá erfiða leiki í lok árs."

Tómas reyndi að fá Árna til að gefa upp markmið yfir það hvað hann ætli sér að skora mörg mörk í sumar.

„Ég ætla ekki að láta veiða mig í þetta," sagði Árni og brosti. „Það er erfitt að svara þessu. Ég reyni að skora úr öllum mínum færum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner