Glugginn í Sádi-Arabíu er enn opinn - Onana, Sterling, Disasi, Santos og Silva orðaðir við félög þaðan
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
   sun 17. júlí 2016 22:27
Fótbolti.net
Árni Vill: Ætla ekki að láta veiða mig í þetta
Árni í leiknum í kvöld.
Árni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera kominn heim. Þetta var ástríðusigur hjá okkur öllum," sagði Árni Vilhjálmsson í hressu viðtali við Tómas Meyer eftir 3-0 sigur Breiðabliks á Fjölni í kvöld.

Árni lagði upp þrjú mörk í leiknum en hefði hann ekki sjálfur viljað skora?

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

„Það hefði ekki verið leiðinlegt. Auðvitað hefði ég viljað skora. Ég hefði viljað fá eitt færi og náð skoti á markið. Mér er samt eiginlega alveg sama. Við vinnum 3-0 og erum áfram í toppbaráttunni."

Árni var að spila sinn fyrsta leik með Blikum í tæp tvö ár en hann er kominn aftur til félagsins á láni frá Lilleström.

„Maður vill fyrst og fremst spila og ég fæ tækifæri að koma hingað í uppeldisfélagið á láni í fjóra mánuði. Ég vil líka halda mér í standi fyrir erfiða baráttu um U21 sæti. Við eigum möguleika á að fara ansi langt þar. Hver einasti leikmaður í því liði þarf að spila 90 mínútur í hverri viku áður en við spilum þrjá erfiða leiki í lok árs."

Tómas reyndi að fá Árna til að gefa upp markmið yfir það hvað hann ætli sér að skora mörg mörk í sumar.

„Ég ætla ekki að láta veiða mig í þetta," sagði Árni og brosti. „Það er erfitt að svara þessu. Ég reyni að skora úr öllum mínum færum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir