Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
   sun 17. júlí 2016 22:27
Fótbolti.net
Árni Vill: Ætla ekki að láta veiða mig í þetta
Árni í leiknum í kvöld.
Árni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er gaman að vera kominn heim. Þetta var ástríðusigur hjá okkur öllum," sagði Árni Vilhjálmsson í hressu viðtali við Tómas Meyer eftir 3-0 sigur Breiðabliks á Fjölni í kvöld.

Árni lagði upp þrjú mörk í leiknum en hefði hann ekki sjálfur viljað skora?

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Breiðablik

„Það hefði ekki verið leiðinlegt. Auðvitað hefði ég viljað skora. Ég hefði viljað fá eitt færi og náð skoti á markið. Mér er samt eiginlega alveg sama. Við vinnum 3-0 og erum áfram í toppbaráttunni."

Árni var að spila sinn fyrsta leik með Blikum í tæp tvö ár en hann er kominn aftur til félagsins á láni frá Lilleström.

„Maður vill fyrst og fremst spila og ég fæ tækifæri að koma hingað í uppeldisfélagið á láni í fjóra mánuði. Ég vil líka halda mér í standi fyrir erfiða baráttu um U21 sæti. Við eigum möguleika á að fara ansi langt þar. Hver einasti leikmaður í því liði þarf að spila 90 mínútur í hverri viku áður en við spilum þrjá erfiða leiki í lok árs."

Tómas reyndi að fá Árna til að gefa upp markmið yfir það hvað hann ætli sér að skora mörg mörk í sumar.

„Ég ætla ekki að láta veiða mig í þetta," sagði Árni og brosti. „Það er erfitt að svara þessu. Ég reyni að skora úr öllum mínum færum."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner