Gunnleifur Gunnleifsson átti frábæran leik í 3-0 útisigri gegn Fjölni í Pepsi-deildinni í kvöld. Gunnleifur varði vítaspyrnu í leiknum og var allur hinn hressasti þegar Tómas Meyer spjallaði við hann eftir leik.
Lestu um leikinn: Fjölnir 0 - 3 Breiðablik
„Það er skemmtilegra að vinna en tapa en allt umtal um krísu kom annarstaðar frá, við vorum aldrei í neinni krísu," segir Gunnleifur en Blikar lyftu sér upp að hlið Fjölnis með sigrinum.
„Það eina sem skiptir máli er að vinna fótboltaleiki. Ekkert annað skiptir máli."
Hvernig var tilfinningin að verja víti?
„Það er geðveikt að verja víti, þú veist það sem gamall markvörður að það er geggjað," segir Gunnleifur við Tómas Meyer sem er fyrrum markvörður.
Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir