Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. júlí 2017 18:15
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Freysi: Erum mjög þakklát fyrir athygli þjóðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Á leikdegi þá förum við yfir föst leikatriði, förum í göngutúr og höfum það notalegt. Fyrst og síðast snýst þetta núna um að halda fókus og við höfum talað svolítið um það að þrengja einbeitinga rammann okkar," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari á síðasta fréttamannafundi liðsins fyrir leikinn gegn Frakklandi annað kvöld.

„Það hefur verið mikil umfjöllun síðustu daga og eðlilega mikil spenna í kringum athyglina sem liðið hefur fengið. Ég vona að þið sýnið því skiling að við erum mjög þakklát fyrir athygli þjóðarinnar og stuðninginn sem við höfum fengið," sagði Freyr en bætti síðan við að á endanum má þetta ekki snúast um um eitthvað annað en að liðið er að fara spila fótboltaleik.

„Leikmenn verða að fá að hafa svigrúm til þess að og eiga og við erum að reyna hjálpa liðinu til að einbeita sér að því að spila leikinn og láta ekki tilfinningarnar fara útum allt. Þær vita það að ef þær skilja allt eftir á vellinum á morgun þá verða flestir á Íslandi stoltir af þeirra frammistöðu. Það er það sem við sækjumst eftir og núna erum við að hjálpa þeim með það að láta ekki spennuna verða útum allt," sagði Freyr.

Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner