Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 17. júlí 2017 17:45
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Freysi: Það sem er búið að gerast er búið
Freyr á fréttamannafundi í dag.
Freyr á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er handviss um að við stillum upp besta byrjunarliðinu sem við mögulega getum sett upp í upphafi leiks á morgun," sagði Freyr Alexandersson á síðasta fréttamannafundi liðsins fyrir fyrsta leik á EM annað kvöld sem er gegn Frakklandi.

Freyr segist vera mjög ánægður með undirbúninginn fyrir mótið.

„Varðandi það sem er búið að gerast er búið og þetta eru leikmennirnir sem ég valdi og hef úr að velja. Ég gæti ekki verið sáttari við undirbúninginn okkar," sagði Freysi sem segir liðið vera vel undirbúið fyrir leikinn á morgun.

„Við erum eins undirbúin og kostur er á. Við vitum allt um Frakkana þó þeir viti ekki allt um okkur. Við vitum hvernig þær spila og hvernig þær vilja spila. Við vitum að þeir leikmenn sem byrja ekki leikinn á morgun eru tilbúnir að koma inn og hafa áhrif á leikinn sama hvernig hlutverkið verður og hvernig staðan í leiknum er. Þeir leikmenn sem byrja leikinn eru 100% einbeittir á verkefnið sem bíður okkar annað kvöld.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner