banner
   mán 17. júlí 2017 17:16
Arnar Daði Arnarsson
Guðbjörg: Frakkar eru hrokafullir
Guðbjörg á fréttamannafundinum í dag.
Guðbjörg á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þær eru hrokafullar að eðlisfari en þær eiga innistæðu fyrir því að vera kokhraustar," sagði landsliðsmarkvörðurinn, Guðbjörg Gunnarsdóttir á síðasta fréttamannafundi liðsins fyrir leikinn gegn Frakklandi annað kvöld.

Hún var spurð að því hvort hún tæki eftir einhverju vanmati hjá Frakklandi í kortunum og hvort það væri eitthvað sem íslenska liðið ætlaði sér að nýta.

„Það hefur engin áhrif á okkur hvort þær þekkja okkur með nöfnum. Því lélegri sem þær halda að við séum því betra er það fyrir okkur," bætti markmaðurinn kokhraust við.

Miðvörðurinn stóri og stæðilagi í franska liðinu Wendie Renard, sagði á fréttamannafundi fyrr í dag aldrei hafa séð íslenska liðið spila og þá var þjálfari franska liðsins Olivier Echouafni óskýr í máli þegar hann var beðinn um að tala um íslenska liðið og leikmenn þess.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 annað kvöld.

Hér að neðan má sjá upptöku frá fréttamannafundinum.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner