mán 17. júlí 2017 12:50
Hafliði Breiðfjörð
EM í Hollandi
Hér mæta Íslendingar liði Frakka á morgun
Leikvangurinn sem Ísland leikur á annað kvöld. Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Leikvangurinn sem Ísland leikur á annað kvöld. Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsti leikur kvennalandsliðsins á Evrópumótinu í Hollandi fer fram annað kvöld klukkan 18:45 þegar liðið mætir Frökkum.

Leikurinn fer fram á Koning Willem II leikvangnum í Tilburg og hefst 18:45 að íslenskum tíma.

Leikvangurinn sem var byggður árið 1995 tekur 14.637 sæti en hann var endurnýjaður árið 2000 þegar bætt var við einkastúkum, veitingastöðum, fundarsölum og fleiru.

Á sama stað og leikvangurinn er var áður leikvangurinn Gemeentelijk Sportpark Tilburg sem var mölvaður niður árið 1992.

Völlurinn hét fyrst Willem II Stadion en árið 2009 var nafni hans breytt í Koning Willem II stadion til heiðurs Willem öðrum konungi Hollendinga.



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner