Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. júlí 2017 15:36
Magnús Már Einarsson
Leicester til í að borga Gylfa betri laun en Everton
Gylfi í æfingaleik með Swansea í síðustu viku.
Gylfi í æfingaleik með Swansea í síðustu viku.
Mynd: Getty Images
Leicester er reiðbúið að borga Gylfa Þór Sigurðssyni hærri laun en Everton samkvæmt frétt the Daily Mail í dag.

Bæði félög eru að reyna að fá Gylfa í sínar raðir frá Swansea. Swansea vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa en félagið hefur hafnað tilboðum frá bæði Everton og Leicester í sumar.

Daily Mail segir að Leicester sé tilbúið að greiða Gylfa 125 þúsund pund í laun á viku en það ku vera meira en Everton er tilbúið að greiða í laun.

Everton hefur farið mikinn á leikmannamarkaðinum í sumar og enskir fjölmiðlar hafa áður sagt að Gylfi vilji frekar fara þangað.

Það kemur væntanlega í ljós á næstu dögum hvar íslenski landsliðsmaðurinn endar en Gylfi fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna fyrir helgi.
Athugasemdir
banner
banner