Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 17. júlí 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho ætlar að prófa Lukaku og Rashford saman frammi
Rashford í leiknum gegn LA Galaxy.
Rashford í leiknum gegn LA Galaxy.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, ætlar að prófa að spila Romelu Lukaku og Marcus Rashford saman í fremstu víglínu.

Lukaku spilaði sinn fyrsta leik með Manchester United um nýliðna helgi, en hann var í síðustu viku keyptur frá Everton fyrir 75 milljónir punda Lukaku tókst ekki að koma boltanum í netið þrátt fyrir að hafa fengið ágætis tækifæri til að gera einmitt það.

Lukaku spilaði seinni hálfleikinn, en fyrri hálfleikinn spilaði Marcus Rashford. Rashford var flottur og skoraði tvö af fimm mörkum liðsins í öruggum sigri á LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Mourinho telur að það geti virkað að spila Lukaku frammi með hinum efnilega Marcus Rashford.

„Rashford og Lukaku voru ekki í sama lið," sagði Mourinho eftir leikinn gegn LA Galaxy. „Á þessu undirbúningstímabili munum við prófa að spila þeim saman, það gæti virkað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner