Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. júlí 2017 19:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Eitt mark nægði Ólsurum gegn ÍA
Guðmundur Steinn skoraði sigurmarkið.
Guðmundur Steinn skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 1 - 0 ÍA
1-0 Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('16 )
Rautt spjald: Patryk Stefanski, ÍA ('43)
Lestu nánar um leikinn

Fyrsta leik kvöldsins í Pepsi-deild karla var að ljúka. Víkingur Ólafsvík fékk ÍA í heimsókn á sinn fallega heimavöll.

Leikurinn var mikilvægur fyrir bæði lið, en þau eru í neðri hlutanum.

Leikurinn byrjaði mjög rólega, en á 16. mínútu dró til tíðinda! Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom Ólsurum yfir eftir flotta aukaspyrnu hjá Emir Dokara. Guðmundur kláraði færið vel.

Síðustu mínúturnar í fyrri hálfleiknum einkenndust af spjaldagleði, en í öllum látunum fauk Patryk Stefanski, varnarmaður ÍA, af velli fyrir glórulaust brot; klaufalegt!

Róðurinn var erfiður fyrir ÍA eftir þetta og Víkingur Ó. náði að sigla sigrinum heim, lokatölur 1-0.

Víkingur Ó. er núna með 13 stig í sjöunda sæti á meðan Skagamenn eru í þessum töluðu orðum á botni deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner