Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. júlí 2017 21:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Fjölnir slátraði spútnikliði Grindavíkur
Fjölnir burstaði Grindavík.
Fjölnir burstaði Grindavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 4 - 0 Grindavík
1-0 Linus Olsson ('2 )
2-0 Gunnar Már Guðmundsson ('32 )
3-0 Þórir Guðjónsson ('48 )
4-0 Þórir Guðjónsson ('66 )
4-0 Andri Rúnar Bjarnason ('79 , misnotað víti)
Lestu nánar um leikinn

Frekar óvænt úrslit áttu sér stað í Grafarvoginum í kvöld. Fjölnir fékk spútniklið Grindavíkur í heimsókn í Pepsi-deild karla.

Grindavík var sigurstranglegra liðið fyrir leiki, en Grindavíkurliðið hefur verið að spila ótrúlega vel í sumar. Það hefur ekki gengið eins vel hjá Fjölni sem var á botninum fyrir leikinn.

Linus Olsson, sænskur framherji, kom inn í byrjunarliðið og hann var ekki lengi að stimpla sig inn! Hann skoraði eftir tvær mínútur.

Þetta var bara byrjunin hjá Fjölni!

Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsson bætti við öðru marki fyrir leikhlé og í seinni hálfleiknum skoraði Þórir Guðjónsson tvisvar.

Andri Rúnar Bjarnason, sem hefur farið á kostum í sumar, fékk tækifæri til að minnka muninn, en hann klúðraði vítaspyrnu.

Frábær sigur hjá Fjölni í kvöld, 4-0, en Grafarvogspiltar eru núna í áttunda sæti með 12 stig. Grindavík er í öðru sæti með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner