mán 17. júlí 2017 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Rakel byrjar á bekknum á morgun - Aðrar eru klárar
Rakel byrjar á bekknum á morgun
Rakel byrjar á bekknum á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta spurningin sem Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins fékk á síðasta fréttamannafundi liðsins fyrir leikinn gegn Frakklandi annað kvöld, var sú hvernig standið á leikmönnunum væri fyrir leikinn.

„Það vill svo skemmtilega til að allir leikmenn liðsins eru klárir og til í slaginn," sagði Freyr en Rakel Hönnudóttir sem hefur verið að glíma við meiðsli á nára byrjar þó á bekknum og er ekki orðin 100% til þess að byrja.

„Rakel hefur verið meidd en er að koma saman en hún verður á bekknum á morgun. Aðrar eru klárar í slaginn og líður vel. Fyrst og síðast er verið að huga að andlega þættinum núna. Líkamlega erum við í topp standi," sagði landsliðsþjálfarinn sem hefur opinberað byrjunarliðið fyrir hópnum.

„Það eru allir að fara sömu átt. Við erum búin að tilkynna hópnum byrjunarliðið. Þær sem ekki byrja eru klárar í slaginn og tilbúnar að takast á við sín hlutverk og tilbúnar að gefa liðinu mikla orku og vera til staðar. Þeir leikmenn sem byrja geta byrjað að undirbúa sig enn frekar andlega undir átök morgundagsins."



Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner