Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 17. júlí 2017 09:20
Magnús Már Einarsson
Van Dijk vill fara til Liverpool - Aguero til Chelsea?
Powerade
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Aguero er orðaður við Chelsea.
Aguero er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin taka sér aldrei frí. Hér er slúður dagsins.



Virgil van Dijk (26), varnarmaður Southampton, gæti farið til Liverpool á 60 milljónir punda eftir allt saman. Liverpool ræddi ólöglega við leikmanninn og hætti í kjölfarið við að fá hann. Van Dijk vill hins vegar ólmur fara til Liverpool. (Sun)

Arsenal er einnig að íhuga 45 milljóna punda tilboð í Van Dijk. (Express)

Diego Costa (28), framherji Chelsea, klæddi sig í treyju Atletico Madrid í beinni útsendingu á Instagram í gær. Costa vill fara frá Chelsea. (Mail)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, telur að félagið geti sannfært Alexis Sanchez (28) um að vera áfram hjá félaginu. (Mirror)

Aðrar fréttir segja að Wenger gæti snúið sér að Moussa Dembele (20) framherja Celtic ef Sanchez fer. (Star)

Wenger hefur gefist upp á að reyna að fá Kylian Mbappe (18) frá Mónakó. Liðsfélagi hans Thomas Lemar (21) er hins vegar á óskalista Arsenal. (Telegraph)

Lemar hefur óskað eftir þvi að Mónakó samþykki tilboð frá Arsenal. (Sun)

Borussia Dortmund ætlar einungis að bíða í nokkra daga í viðbót eftir tilboði í Pierre-Emerick Aubameyang (28) en hann hefur verið orðaður við Chelsea. (Mail)

Chelsea vill fá Sergio Aguero (29) frá Manchester City. (Star)

Chelsea hefur boðið Yannick Carrasco (23) kantmanni Atletico Madrid fimm ára samning. (Express)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill fá Toni Kroos (27) sem hluta af kaupverðinu ef David De Gea (26) fer til Real Madrid. (Sun)

Tottenham er að undirbúa tilboð í Ross Barkley (23) miðjumann Everton. (Independent)

Tottenham ætlar að kaupa varnarmanninn Juan Foyth (19) frá Estudiantes í vikunni. (Mirror)

Loic Remy (30) ætlar að yfirgefa Chelsea í sumar en Everton og Southampton hafa áhuga á honum. (Metro)

West Ham ætlar að leggja fram þriðja tilboðið í Marko Arnautovic (28). Stoke hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum í leikmanninn. (Sky Sports)

Swasnea vill fá Jonathan Viera (27) leikmann Las Palmas en hann spilar framarlega á miðjunni. (Wales Online)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner