Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. ágúst 2017 21:27
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
4. deild: Hvíti Riddarinn nánast komið í úrslitakeppnina
Sævar skoraði annað mark Hvíta Riddarans í kvöld
Sævar skoraði annað mark Hvíta Riddarans í kvöld
Mynd: Raggi Óla
Leikið var í öllum riðlum 4. deildar karla í kvöld.

Í A-riðli fóru fram tveir leikir. GG vann öruggan 11-2 sigur á Snæfelli/UDN en það var hörkuleikur í Hveragerði þar sem Hamar mætti Hvíta Riddaranum.

Gestirnir úr Mosfellsbæ komust yfir á 20. mínútu þegar Eiríkur Þór Bjarkason skoraði. Sævar Freyr Alexandersson tvöfaldaði svo forystuna á 25. mínútu. Hamar náði að klóra í bakkann á 75. mínútu en lengra komust þeir ekki, lokatölur 2-1. Með sigrinum tryggði Hvíti Riddarinn nánast sæti sitt í úrslitakeppninni.

KFS vann stórsigur á Stokkseyri, 8-2 í B-riðli en úrslitin eru nú þegar ráðin í riðlinum.

Í D-riðli fór fram toppslagur Álftanes og KH. Heimamenn komust yfir á 30. mínútu þegar Kristófer Örn Kristjánsson skoraði en Alexander Lúðvígsson jafnaði leikinn úr vítaspyrnu skömmu síðar. Sveinni Ingi Einarsson kom svo KH yfir á 60. mínútu en Hreiðar Ingi Ársælsson jafnaði leikinn tíu mínútum síðar.

Alexander skoraði svo sitt annað mark og kom KH aftur yfir en Stefán Ingi Gunnarsson jafnaði leikinn á 90. mínútu, lokatölur 3-3. Með jafnteflinu tryggði Álftanes sér sigur í riðlinum og KH tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni.

A-riðill
Hamar 1 - 2 Hvíti Riddarinn
0-1 Eiríkur Þór Bjarkason ('20)
0-2 Sævar Freyr Alexandersson ('25)
2-1 Markaskorara vantar ('75)

GG 11 - 2 Snæfell/UDN
Markaskorara vantar

B-riðill
Stokkseyri 2 - 8 KFS
Markaskorara vantar

C-riðill
Ýmir - Kóngarnir
Úrslit vantar

D-riðill
Álftanes 3 - 3 KH
1-0 Kristófer Örn Kristjánsson ('30)
1-1 Alexander Lúðvígsson úr víti ('35)
1-2 Sveinn Ingi Einarsson ('60)
2-2 Hreiðar Ingi Ársælsson ('70)
2-3 Alexander Lúðvígsson ('85)
3-3 Stefán Ingi Gunnarsson ('90)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner