Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 17. ágúst 2017 21:15
Brynjar Ingi Erluson
Addó: Hann er kominn með sjálfstraustið aftur
Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR.
Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR í Inkasso-deildinni, var ánægður með 3-1 sigur liðsins á Gróttu í kvöld en sigurinn var afar mikilvægur í botnbaráttunni og náði liðið að rífa sig frá Gróttu. Nú eru sjö stig á milli þessara liða þegar fimm umferðir eru eftir.

Það er alveg óhætt að segja að sigur ÍR var aldrei í hættu. Grótta sótti lítið og náði ekki að opna vörn heimamanna. Það var áfall þó fyrir gestina að fá vítaspyrnu á sig undir lok fyrri hálfleiks er Alexander Kostic fékk boltann í handlegginn. Jón Gísli Ström skoraði úr spyrnunni og eftir innkomu Sergine Modou Fall í síðari hálfleik þá tókst liðinu að tryggja sigurinn.

„Þetta var ofboðslega kærkomið en við lögðum þetta ekki upp sem úrslitaleik heldur sem mjög mikilvægan leik. Þetta voru frábær stig," sagði Addó við Fótbolta.net.

„Er ekki klisjan alltaf að næsti leikur er mikilvægastur? Þetta var mjög mikilvægur leikur og flott að geta náð meira forskoti þó þetta sé ekki búið að mínu mati."

Fall kom inn í hálfleik fyrir Stefán Þór Pálsson sem fékk höfuðhögg í fyrri hálfleik. Fall kom með snerpu og kraft í sóknarleik ÍR-inga og bætti liðið við tveimur mörkum á stuttum tíma.

„Hann hljóp mikið á Akureyri og búinn að vera stífur alla vikuna þó svo hann hefði örugglega treyst sér að byrja þá ákváðum við að breyta til og Stebbi fær svo skurð og var byrjað að svima þannig við tókum hann út í hálfleik."

„Við náðum að loka vel á þá og spilið þeirra. Það er oft talað um það að liðin sem spila á móti okkur eiga ekki góðan leik en við spilum þannig að liðin eigi erfitt með að spila á móti okkur þó ég hafi ekki verið 100 prósent sáttur með mína menn."


Það var öðruvísi bragur á ÍR-liðinu en gegn Þór. Þar virtu menn stigið en sóttu til sigurs í dag.

„Við ætluðum að virða stigið og halda því og við gerðum það með því að leggjast í vörn síðustu mínúturnar á móti Þór. Við vorum brattari fram á við í dag."

„Við þurfum að halda fullum fókus og ef við mætum ekki til leiks þá eigum við ekki séns. Við erum flottir í fótbolta og með að koma með baráttunni inn þá getum við gert full af hlutum."

Jón Gísli hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu en var mættur með gríðarlegt sjálfstraust í dag og gerði tvö mörk. Þau hefðu hæglega getað orðið fleiri.

„Hann hefur unnið vel í sínum málum og við erum búnir að vinna vel saman. Það sást í dag að sjálfstraustið er komið aftur hjá honum," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner