Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. ágúst 2017 17:30
Elvar Geir Magnússon
Clement reynir að líta á björtu hliðarnar eftir brotthvarf Gylfa
Clement hefur misst Gylfa úr hópnum sínum.
Clement hefur misst Gylfa úr hópnum sínum.
Mynd: Getty Images
Paul Clement knattspyrnustjóri Swansea segir að liðið gæti endað sem betra lið þrátt fyrir að hafa misst lykilmann í Gylfa Sigurðssyni. Everton kláraði kaupin á íslenska landsliðsmanninum í gær, fyrir 45 milljónir punda.

„Með þeim peningum sem við fengum getum við styrkt liðið og endað uppi sem betra lið," sagði Clement á fréttamannafundi í dag.

Hann sagði að það væru vissulega vonbrigði að missa Gylfa en að hann gæti keypt tvo til þrjá leikmenn í staðinn.

„Metnaður félagsins er að fara áfram. Við viljum bæta leikmannahópinn, bæta leikstílinn til að vinna fleiri leiki. Við teljum að með þessum peningum getum við styrkt hópinn og endað uppi sem betra lið."

Svanirnir hafa gert tilboð í Joe Allen hjá Stoke en því var hafnað. Þá hefur Wilfried Bony hjá Manchester City, Nace Chadli hjá West Bromwich Albion og Sam Clucas hjá Hull City verið orðaðir við félagið.

Clement segir að það sé vissulega stór áskorun að fylla í skarð Gylfa enda var Íslendingurinn lykillinn að því að Swansea hélt sér í deildinni á síðasta tímabili. Hann skoraði níu mörk og átti þrettán stoðsendingar.

„Við höfum ekki Gylfa lengur en við gætum fengið tvo til þrjá leikmenn í ýmsum stöðum. Ég ræddi við eigendurna í langan tíma í síma í gær. Við töluðum um hvað þyrfti að gera til að taka framförum og stykja liðið," sagði Clement.

Hann segir að símtölum og skilaboðum frá umboðsmönnum hafi rignt yfir Swansea eftir söluna á Gylfa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner