Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. ágúst 2017 15:30
Elvar Geir Magnússon
Costa: Ég ætla að fara til Atletico Madrid
Diego Costa fagnar Englandsmeistaratitli Chelsea í vor.
Diego Costa fagnar Englandsmeistaratitli Chelsea í vor.
Mynd: Getty Images
„Ég fer í félagið sem ég vil fara í, ekki það félag sem borgar mest. Ég vil að samkomulag náist við Atletico í þessum mánuð. Ég vil koma mér í toppstand fyrir HM á næsta ári. Simeone vill fá mig, það er klárt," segir Diego Costa, sóknarmaður Chelsea.

Costa er ákveðinn í því að ganga aftur í raðir Atletico, félagið sem hann yfirgaf fyrir Stamford Brige 2014.

Þessi 28 ára leikmaður á enn tvö ár eftir af gildandi samningi sínum við Chelsea. Þrátt fyrir að Antonio Conte, stjóri Chelsea, hafi sagt spænska sóknarmanninum að hann væri ekki í áætlunum sínum fer félagið fram á það að hann snúi aftur til æfinga.

Costa segist ekki hafa í hyggju að snúa aftur til Chelsea.

Costa sagði í síðustu viku að Chelsea hefði komið fram við sig eins og glæpamann með því að skipa honum að æfa hjá félaginu en ekki með aðalliðinu. Chelsea sektaði hann fyrir að mæta ekki til æfinga á undirbúningstímabilinu.

Atletico Madrid er talsvert frá því að ná samkomulagi við Chelsea um kaupverðið á Costa. Leikmaðurinn segist hafa hafnað tilboðum frá kínverskum félögum því hann sé ákveðinn í að spila fyrir Atletico Madrid.

Atletico er í kaupbanni til janúar og því ekki mögulegt að Costa spili fyrir liðið fyrr en þá. Hann vill þó komast til Atletico og æfa þar fram að janúarglugganum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner