Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. ágúst 2017 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki hægt að bera stöðu Sanchez og Diego Costa saman
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að það sé ekki hægt að bera stöðu Alexis Sanchez og Diego Costa saman.

Sanchez á ár eftir af samningi sínum hjá Arsenal, en það hefur lítið miðað áfram í samningaviðræðum við Sílemanninn. Í augnablikinu bendir ekkert til þess að hann skrifi undir nýjan samning.

Á meðan hefur Diego Costa verður settur í frystinn hjá Chelsea. Antonio Conte hefur útskúfað hann frá leikmannahópi liðsins, en hann sendi honum SMS í júní og sagði honum að hann væri ekki í plönunum fyrir tímabilið sem hófst um síðustu helgi.

Costa er enn í sumarfríi í Brasilíu. Chelsea vill að hann æfi með U-23 ára liðinu, en Costa er tilbúinn að vera launalaus í Brasilíu.

Wenger var spurður að því í dag hvort hann sæi eitthvað líkt með stöðu Sanchez og Costa. Svar hans við því var: „Nei, alls ekki."

„Við viljum að Sanchez sé með okkur, en ég er ekki viss um að Chelsea vilji hafa Costa hjá sér."
Athugasemdir
banner
banner
banner