banner
   fim 17. ágúst 2017 19:40
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Evrópudeildin: Brekkan brött fyrir FH
Halldór Orri skoraði mark FH í kvöld
Halldór Orri skoraði mark FH í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 1 - 2 Braga
1-0 Halldór Orri Björnsson ('39 )
1-1 Paulinho ('62 )
1-2 Nikola Stoiljkovic ('79 )

FH mætti portúgalska liðinu Braga í fyrri leik liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Verðlaunin fyrir sigurliðið eru einföld, þátttökuréttur í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og því mikið undir.

Braga byrjuðu betur og héldu boltanum meira. Það voru hins vegar FH-ingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins en það gerði Halldór Orri Björnsson eftir frábæra sendingu Steven Lennon. Halldór kláraði færið sitt líka af stakri snilld. Staðan 1-0 í hálfleik fyrir Íslandsmeistarana.

Seinni hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri. Braga meira með boltann og það skilaði sér á 62. mínútu en þá jafnaði Paulinho metinn.

Rúmlega stundafjórðungi síðar komust Portúgalarnir yfir en þá skoraði Nikola Stoiljkovic.

Urðu það lokatölur, og Braga fer því með góða forystu aftur til Portúgal en liðin mætast öðru sinni eftir viku. Brekkan er brött fyrir FH en allt er hægt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner