Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. ágúst 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Væri synd að taka föstu leikatriðin frá mér
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson vonast til að fá tækifæri til að taka föstu leikatriðin hjá Everton líkt og hann hefur gert við góðan orðstír hjá Swansea.

Wayne Rooney kom til Everton frá Manchester United í sumar og hann tók hornspyrnurnar gegn Stoke um síðustu helgi. Rooney hefur einnig oft tekið aukaspyrnur í gegnum tíðina.

„Við höfum reyndar ekki rætt það sérstaklega en þegar maður fer að spila á fullu þá verð ég vonandi byrjaður að taka þau. Það er mikill styrkleiki í mínum leik svo það væri synd að taka það frá mér," sagði Gylfi við Fótbolta.net í gær aðspurður út í föstu leikatriðin.

Rooney, Leighton Baines og fleiri spyrnumenn gera tilkall hjá Everton en Gylfi getur bent á magnaða tölfræði sína í föstum leikatriðum með Swansea á síðasta tímabili.

„Jújú, ef það verður eitthvað vesen þá geri ég það kannski," sagði Gylfi léttur í bragði.

„Ég er kominn í gríðarlega sterkan hóp og það eru margir leikmenn sem geta séð um þetta. Það væri frábært ef ég myndi gera það."

Hér að neðan má sjá viðtalið við Gylfa í heild sinni.
Risa viðtal við Gylfa um félagaskiptin
Athugasemdir
banner
banner