Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. ágúst 2017 13:37
Elvar Geir Magnússon
Henry segir að Englandsbikarinn eigi að vera nefndur eftir Sir Alex
Herra Úrvalsdeild.
Herra Úrvalsdeild.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry.
Thierry Henry.
Mynd: Getty Images
Arsenal-goðsögnin Thierry Henry stingur upp á því að Englandsmeistarabikarinn verði nefndur eftir Sir Alex Ferguson, til að heiðra ótrúlegan sigursælan feril hans sem knattspyrnustjóri Manchester United.

Ferguson er 75 ára í dag en hann lagði stjóramöppuna á hilluna 2013 eftir að hafa unnið síðasta Englandsmeistaratitil sinn af þrettán sem stjóri United.

Henry leggur til að nafn Sir Alex verði gert ódauðlegt með því að nefna bikarinn eftir honum.

„Þegar ég hitti hann í fyrsta sinn kallaði ég hann 'herra Úrvalsdeild'. Þrettán! Það er fáránlegt. Bikarinn ætti að bera nafn hans," segir Henry.

Henry hrósaði hæfileika Ferguson til að vera sífellt að þróa sig og aðlaga til að endurbyggja liðið.

„Hans hæfileikar í að breyta til í starfsliðinu, fá inn nýjan aðstoðarmann og nýja rödd, hjálpaði líka. Hann vissi vel í hverju hann væri ekki nægilega góður svo hann valdi þjálfara sem gætu sinnt því."

Henry var svo spurður út í sína menn í Arsenal og hvernig honum litist á nýtt tímabil hjá þeim. Arsenal vann 4-3 sigur gegn Leicester í fyrsta leik og segir Henry að ekki sé búið að finna lausnir á vandamálum í varnarleik liðsins.

„Ég horfði á leikinn og í hvert sinn sem Leicester var með boltann hélt ég að þeir myndu skora og í hvert skipti sem við vorum með boltann hélt ég að við myndum skora," segir Henry.
Athugasemdir
banner
banner