Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. ágúst 2017 13:20
Elvar Geir Magnússon
Ingó Sig spáir í 17. umferð Inkasso-deildarinnar
Ingólfur í leik með Gróttu fyrr í sumar.
Ingólfur í leik með Gróttu fyrr í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ingólfur segir að Keflavík virki númeri of stórt í deildina.
Ingólfur segir að Keflavík virki númeri of stórt í deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingurinn Emil Pálsson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð Inkasso-deildarinnar.

Ingólfur Sigurðsson spáir í 17. umferðina fyrir Fótbolta.net. Ingólfur spilaði með Gróttu í upphafi tímabils en hætti hjá félaginu í síðasta mánuði.

Selfoss 1 - 2 Leiknir (í kvöld 18:30)
Stemningin er Leiknismegin þessar vikurnar. Selfyssingar komast yfir snemma í leiknum en Leiknismenn jafna fyrir lok hálfleiksins. Ingvar Ásbjörn skorar síðan sigurmarkið með hjólhestaspyrnu eða eitthvað... allavega mun Ósvald Jarl eiga stoðsendinguna, enda einstaklega glæsilegur maður.

ÍR 0 – 3 Grótta (í kvöld 18:30)
Þetta er bara úrslitaleikur. Ég viðurkenni að spá mín er fyrst og fremst óskhyggja. En ég sé þetta svona fyrir mér: Grótta skorar tvö snemma leiks, leikmaður ÍR fær rautt, Gróttuliðið er síðan þétt til baka í þremur hægri og vinstri, og setja síðan þriðja markið í uppbótartíma. Það verður því bullandi spenna í lokaumferðunum. Aðstoðarþjálfari Gróttu verður kominn með heldur vafasama hárgreiðslu í næsta leik.

Þór 1 – 0 Fram (á morgun 18:00)
Þórsarar mæta kolvitlausir til leiks enda ekki búnir að skora í tveimur leikjum í röð. Atli Sigurjónsson sér um að koma boltanum í netið, smellir honum líklega í skeytin fyrir utan teig. Ég hef samt lúmskan grun um að þessi leikur fari jafntefli og ef svo er þá mun Gummi Magg skora enda óstöðvandi undir stjórn Pedro.

Haukar 1 – 3 Keflavík (á morgun 19:15)
Keflvíkingar virðast númeri of stórir fyrir þessa deild í augnablikinu. Það er ekki síst vegna komu Lasse Rise sem mun skora tvö og leggja upp það þriðja í nokkuð þægilegum sigri.

Þróttur R. 1 – 0 HK (á morgun 19:15)
Gregg Ryder og félagar stöðva sigurgöngu HK-inga. Gregg verður búinn að greina HK niður í öreindir og leggur leikinn hárrétt upp. Jói Kalli mætir í viðtal eftir leik og segir liðið ekki tilbúið í toppbaráttu.

Fylkir 4 – 2 Leiknir F. (laugardag 15:00)
Það eru alltaf skoruð mörk þegar Leiknir F. spilar. Fylkisliðið reynist þó of sterkt að þessu sinni og kemst fjórum mörkum yfir áður en Leiknismenn klóra í bakkann.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Gunnlaugur Jónsson (4 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Albert Hafsteinsson (3 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Emil Pálsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Ívar Örn Jónsson (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Þórður Ingason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner