Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 17. ágúst 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jardim: Settum Mbappe á bekkinn til að verja hann
Mbappe hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli.
Mbappe hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli.
Mynd: Getty Images
Það kom mörgum á óvart að sjá ungstirnið Kylian Mbappe á bekknum þegar Mónakó mætti Dion í frönsku úrvalsdeildinni um síðastliðna helgi. Leonardo Jardim, þjálfari Mónakó, hefur núna útskýrt hugsunina á bakvið þessa ákvörðun enn frekar.

Mikil umræða hefur verið í kringum Mbappe í sumar, en nýjustu fréttir segja að hann sé á leið til Paris Saint-Germain fyrir 160 milljónir punda. Hann vill víst spila með Neymar.

Jardim sagði eftir leikinn á sunnudag að félagið hafi tekið þá sameiginlegu ákvörðun að bekkja Mbappe. Núna hefur hann greint frá því að það hafi verið gert til að verja hinn 18 ára gamla Mbappe.

„Við refsum aldrei okkar leikmönnum. Það er ekki rétta orðið. Ég vil frekar segja að við höfum verið að verja hann. Þegar það er svona mikið að gera í kringum 18 ára gamlan strák, þá er það okkar hlutverk að verja hann," sagði Jardim í dag.
Athugasemdir
banner
banner