Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 17. ágúst 2017 21:07
Arnar Helgi Magnússon
Kristó um Eyjó: Rétt að vona að hann verði í liði umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Leiknis R. var sáttur eftir leik sinna manna gegn Selfyssingum í Inkassodeildinni í kvöld. Leiknir var lengi vel 1-0 yfir en í uppbótartíma náðu þeir að setja mark númer tvö og gera út um leikinn.

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  2 Leiknir R.

Eyjólfur Tómasson markmaður Leiknis átti stórleik í kvöld og mega samherjar hans þakka honum fyrir að þeir fari með stigin 3 í Breiðholtið.

„Eyjó í markinu var bara stórkostlegur. Hann á svona 6-7 alvöru vörslur í þessum leik og ég ætla rétt að vona að hann verði í liði vikunnar, það hlýtur að vera."

Guðmundur Ársæll dómari var áberandi í leiknum og vildu Selfyssingar meina að hann hafi ekki átt góðan dag með flautuna. Kristó gat ekki tekið undir það.

„Ég var ekki alveg að kaupa það að það væri eitthvað vesen. Allt frá fyrstu mínútu var allt orðið rosalega tens. Bara eitthvað smá brot voru öskur og læti, ég held að hann hafi bara átt fínasta leik."

Heilt yfir var Kristófer sáttur með leik sinna manna í dag.

„Já, það var margt gott í þessu í dag. Auðvitað er alltaf eitthvað sem að má laga en sigurinn er alveg frábær."

Viðtalið við Kristófer má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner