banner
   fim 17. ágúst 2017 10:15
Elvar Geir Magnússon
Man City með nýtt tilboð í Alexis Sanchez
Powerade
Danny Rose kemur við sögu í slúðrinu.
Danny Rose kemur við sögu í slúðrinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danny Drinkwater.
Danny Drinkwater.
Mynd: Getty Images
Fer Zlatan í þjálfarateymi Man Utd?
Fer Zlatan í þjálfarateymi Man Utd?
Mynd: Getty Images
Komið þið sæl og blessuð! BBC er búið að taka saman það helsta úr götublöðunum. Það er nóg að frétta í slúðrinu.

Tottenham er ekki til í að ræða við Chelsea um bakvörðinn Danny Rose (27) en bláliðar eru tilbúnir í að tvöfalda hann í launum. (Evening Standard)

Manchester United hefur ekki lengur áhuga á að kaupa Rose en ósk enska landsliðsmannsins er þó að fara á Old Trafford. (Daily Star)

Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, segir að miðjumaðurinn Dele Alli (21) yrði ekki seldur ef 150 milljóna punda tilboð myndi berast. Barcelona og Manchester City hafa bæði áhuga. (Sun)

Lyon yfirbauð Tottenham í baráttunni um miðjumanninn Pape Cheikh Diop (20). Enska félagið bauð 9 milljónir punda í spænska yngri landsliðsmanninn sem fæddur var í Senegal. (Daily Mail)

Chelsea hefur ekki gefist upp á því að reyna að kaupa Alex Sandro (26) frá Juventus. Enska félagið reiðir sig á að brasilíski vinstri bakvörðurinn leggi fram beiðni um að vera seldur. (Evening Standard)

Chelsea hefur gert nýtt 73 milljóna punda tilboð í Sandro en Juventus hefur hafnað því. (Calciomercato)

Antonio Conte og félagar búa sig undir að bjóða 25 milljónir punda auk frammistöðutengdra greiðsla í Danny Drinkwater (27), miðjumann Leicester. Refirnir vilja fá 40 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Daily Mail)

Barcelona hefur boðið Liverpool 118 milljónir punda í brasilíska miðjumanninn Philippe Coutinho (25) hjá Liverpool. (Goal.com)

Barcelona er skrefi nær því að tryggja sér Frakkann Ousmane Dembele (20) frá Borussia Dortmund. Leikmaðurinn sást vera að undirbúa flutninga fyrir utan heimili sitt. (Daily Express)

Manchester City hefur gert 60 milljóna punda tilboð í Alexis Sanchez (28), sóknarleikmann Arsenal. Real Madrid hefur einnig áhuga á Sílemanninum. (Don Balon)

Arsenal hefur þegar hafnað 45 milljóna punda tilboði frá City í Sanchez samkvæmt umboðsmanni leikmannsins, Fernando Felicevich. (El Mercurio)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt Alex Oxlade-Chamberlain (24) að hann vilji halda honum mun lengur hjá félaginu. Chelsea, Liverpool og Manchester United hafa áhuga á enska vængmanninum. (Sun)

Aston Villa hefur farið mjög illa af stað í Championship-deildinni en félagið hefur áhuga á að kaupa Jack Wilshere (25) frá Arsenal. (Daily Mail)

Southampton færist nær því að tryggja sér hollenska varnarmanninn Wesley Hoedt (23) frá Lazio á 15,4 milljónir punda. (Daily Mirror)

Ronald Koeman, stjóri Everton, segir að félagið hafi enn viðskipti sem þurfi að klára áður en glugginn lokar. Félagsmet Everton var slegið með því að borga 45 milljónir punda fyrir Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea. (Guardian)

Manchester United er tilbúið að bjóða sóknarmanninum Zlatan Ibrahimovic (35) starf í þjálfarateyminu. (Independent)

Napoli hefur hafnað 55 milljóna punda tilboði frá Barcelona í ítalska sóknarleikmanninn Lorenzo Insigne (26). (Gazzetta dello Sport)

Tottenham undirbýr 27 milljóna punda tilboð í Denis Suarez (23) miðjumann Barcelona. Spánverjinn virtist vera á leið til Napoli á Ítalíu. (Mundo Deportivo, via Metro)

Chelsea hefur hætt við að reyna að fá pólska miðjumanninn Grzegorz Krychowiak (27) frá Paris Saint-Germain því PSG var of upptekið við að einbeita sér að því að kaupa Neymar frá Barcelona. (L'Equipe)

Juventus hefur gert samkomulag við PSG um 18,2 milljóna punda kaup á Blaise Matuidi (30). Franski miðjumaðurinn verður tíundu kaup ítalska félagsins í sumar. (Guardian)

Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel er á leið til Valencia frá Arsenal á 10 milljónir punda. Gabriel (26) gekk í raðir Arsenal í janúar 2015. (Daily Mirror)

Watford er nálægt því að frá Perúmanninn Andre Carrillo (26) frá Benfica. Vængmaðurinn kemur á láni út tímabilið. (Daily Mirror)

Chris Wood (25) leikmaður Leeds vill komast til Burnley en óttast að 20 milljón punda verðmiðinn komi í veg fyrir að það rætist. (Daily Star)

West Brom hefur ekki í hyggju að selja Nacer Chadli (28) en eru að skoða leikmenn til að fylla skarð hans ef Swansea gerir tilboð sem er of gott til að hægt sé að hafna því. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner