fim 17. ágúst 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nagelsmann: Klopp mun ekki segja að þeir hafi verið ömurlegir
Mynd: Getty Images
Julian Nagelsmann, þjálfari Hoffenheim, var sáttur með það hvernig sitt lið spilaði gegn Liverpool í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær.

Hoffenheim tapaði leiknum 2-1 þrátt fyrir að hafa verið miklu meira með boltann. Hoffenheim klúðraði líka vítaspyrnu í leiknum.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að hann hefði ekki haft áhyggjur þótt Hoffenheim héldi boltanum eins mikið og þeir gerðu. Hann sagði að Liverpool hefði leyft Hoffenheim að halda boltanum á ákveðnum svæðum á vellinum, sem skiptu ekki máli.

Nagelsmann er ekki sammála þessum ummælum hjá Klopp.

„Nei, ég er ekki sammála, við vorum oft með boltann á mikilvægum svæðum á vellinum. Hann verður að segja þetta og verja sitt lið, hann mun ekki segja 'Hoffenheim spilaði gríðarlega vel og við vorum ömurlegir'," sagði Nagelsmann eftir leikinn.

Sjá einnig:
30 ára stjóri sem reynir að skáka Klopp
Athugasemdir
banner
banner
banner