Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. ágúst 2017 20:02
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pepsi kvenna: Sandra með þrennu - Gott stig hjá Grindavík
Sandra Mayor henti í þrennu í kvöld
Sandra Mayor henti í þrennu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum er lokið í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Haukar fengu topplið Þór/KA í heimsókn og byrjaði vel fyrir nýliðanna því Vienna Behnke kom Haukum yfir á 24. mínútu. Mínútu síðar jafnaði Bianca Elissa Sierra leikinn og var það staðan í hálfleik.

Í seinni hálfleik var hins vegar komið að Söndru Stephany Mayor Gutierrez. Hún kom Þór/KA yfir á 50. mínútu og 11. mínútum síðar skoraði hún annað mark sitt af vítapunktinum.

Sandra fullkomnaði svo þrennu sína á 63. mínútu og tryggði Þór/KA öruggan 4-1 sigur á Haukum.

Þór/KA er nú komið með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar en Haukar situr sem fastast á botninum með eitt stig.

Í hinum leiknum mættust ÍBV og Grindavík en liðin mættust einnig síðustu helgi í Borgunarbikarnum en þá vann ÍBV í vítaspyrnukeppni.

Cloé Lacasse kom Eyjakonum yfir strax á 3. mínútu en snemma í seinni hálfleik jafnaði Kristín Anítudóttir Mcmillan metinn fyrir Grindvíkinga.

ÍBV komst aftur yfir á 67. mínútu en þá skoraði Kristín Erna Sigurlásdóttir. Grindavík jafnaði hins vegar leikinn aftur á 82. mínútu en þá var á ferðinni María Sól Jakobsdóttir. Lokatölur 2-2.

Grindavík er komið með 14 stig og situr í 7. sæti deildarinnar. ÍBV er hins vegar í 4. sæti með 27. stig.

Haukar 1 - 4 Þór/KA
1-0 Vienna Behnke ('24 )
1-1 Bianca Elissa Sierra ('25 )
1-2 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('50 )
1-3 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('61 , víti)
1-4 Sandra Stephany Mayor Gutierrez ('63 )

ÍBV 2 - 2 Grindavík
1-0 Cloé Lacasse ('3)
1-1 Kristín Anítudóttir Mcmillan ('56)
2-1 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('67)
2-2 María Sól Jakobsdóttir ('82)
Athugasemdir
banner
banner