Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. ágúst 2017 11:30
Elvar Geir Magnússon
Pique: Mér líður eins og við séum óæðri Real Madrid
Gerard Pique í baráttunni við Gareth Bale í leiknum í gær.
Gerard Pique í baráttunni við Gareth Bale í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, stjóri Börsunga.
Ernesto Valverde, stjóri Börsunga.
Mynd: Getty Images
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, viðurkennir að honum hafi í fyrsta sinn liðið sem Börsungar væru „óæðri" Real Madrid.

Real Madrid vann samtals 5-1 sigur gegn Barcelona í leikjunum tveimur um spænska Ofurbikarinn.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, hefur unnið sjö bikara á 20 mánuðum við stjórnvölinn. Hann hefur aðeins tapað sjö leikjum.

„Þetta er langt ferli og það er pláss fyrir bætingu, en á þeim níu árum sem ég hef verið hérna er þetta í fyrsta sinn sem mér líður eins og við séum „óæðri" en Madrid," segir Pique.

„Við erum ekki á okkar bestu stund, hvorki sem lið né félag. En við verðum að þjappa okkur saman og halda áfram í því að halda fram á við."

Það er ljóst að Ernesto Valverde, maðurinn sem tók við stjórnartaumunum af Luis Enrique í maí á stórt verkefni fyrir höndum í nýja starfinu. Valverde var stjóri Athletic Bilbao.

Börsungar misstu Neymar til Paris Saint-Germain og það bjó til mikla óánægju meðal stuðningsmanna.

„Við vildum vinna en það átti ekki að gerast. Andlega þurfum við að koma okkur í lag. Það er margt að skoða þegar þú tapar gegn andstæðingi sem var betri," sagði Valverde eftir leikinn í gær.

Barcelona er að vinna í því að kaupa Philippe Coutinho frá Liverpool og Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund. Pep Segura, framkvæmdastjóri spænska félagsins, segist búast við því að þessir leikmenn muni koma fyrir gluggalok.

Barcelona hefur tryggt sér einn leikmann en það er brasilíski miðjumaðurinn Paulinho, fyrrum leikmaður Tottenham, sem kemur frá Guangzhou Evergrande í Kína.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner