Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 17. ágúst 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Conte hafi komið verr fram við Obi Mikel
Mynd: Getty Images
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Meðferð Antonio Conte á Diego Costa hefur vakið mikla athygli í fótboltasamfélaginu. Costa er algjörlega út úr myndinni hjá Chelsea. Eins og frægt er orðið fékk hann SMS frá Conte, stjóra Chelsea, í júní þar sem honum var tjáð að hann væri ekki í plönum félagsins.

Þetta hefur vakið hörð viðbrögð og eiga margir bágt með að skilja af hverju Conte kemur svona fram við þann leikmann sem skoraði flest mörk fyrir Chelsea á síðustu leiktíð, þegar liðið varð enskur meistari.

Þetta virðist þó ekki vera í fyrsta sinn sem Conte kemur illa fram við leikmann hjá Chelsea.

Emmanuel Sarki, sem var á mála hjá Chelsea frá 2006 til 2010, segir að Conte hafi komið mikið verr fram við John Obi Mikel.

Obi Mikel var í janúar seldur til Kína, en það átti sér langan aðdraganda. Hann ákvað að spila á Ólympíuleikunum með Nígeríu, en hann fékk ekkert að spila eftir að hann kom aftur til Chelsea.

„Það er búið að segja mér frá því hvernig Conte kom fram við Obi Mikel eftir að hann tók ákvörðun um að spila á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann fékk leyfi frá Conte til að fara, en þegar hann kom aftur sagði Conte við hann að hann þyrfti hann ekki lengur," sagði Sarki í viðtali sem birtist hjá enska götublaðinu Mirror.

„Jafnvel þegar landsliðsþjálfari Nígeríu biðlaði til Conte að leyfa Mikel að spila með U-23 ára liðinu, þá sagði Conte nei."

„Hann gaf Mikel ekki tækifæri til að kveðja stuðningsmennina sem stóðu með honum í 10 og hálft ár."

„Mál Costa er vægt. Mikel fór í gegnum það versta og sagði ekki neitt við því," sagði Sarki að lokum.
Athugasemdir
banner
banner