Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 17. ágúst 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Steve Bruce: Við höfum byrjað hræðilega
Mynd: Getty Images
„Ég er rétti maðurinn í starfið, árangur minn í Championship-deildinni segir mér það," segir Steve Bruce, stjóri Aston Villa.

Villa hefur ekki farið vel af stað í Championship-deildinni. Niðurstaðan er eitt stig eftir þrjá leiki.

Stuðningsmenn eru strax farnir að kalla eftir því að Bruce fái að fjúka, en hann vill fá lengri tíma með liðinu.

„Ég veit alveg hvernig staðan er, við erum dæmdir eftir úrslitum. Vonandi fæ ég tíma til þess að snúa þessu við."

„Gefið mér tíma þar til félagsskiptaglugginn lokar. Við höfum byrjað hræðilega, það er það eina. Ég ætla ekki að pirra mig á þessu vegna þess að það er langur, langur vegur framundan."

Aston Villa tapaði 2-1 gegn Reading á þriðjudagskvöld, en Birkir Bjarnason fékk gagnrýni á sig eftir þann leik, eins og nokkrir aðrir leikmenn.
Athugasemdir
banner
banner
banner