fim 17. ágúst 2017 11:51
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Braga býst við baráttuglöðum FH-ingum
Frá æfingu Braga í Krikanum.
Frá æfingu Braga í Krikanum.
Mynd: Braga
Klukkan 17:45 í Kaplakrika verður fyrri viðureign FH og portúgalska liðsins Braga í umspili fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ljóst er að FH bíður verulega erfitt verkefni og enginn sem veðjar á móti því að Braga fari áfram úr einvíginu.

Portúgalska liðið æfði á Kaplakrikavelli í gær og ræddi við fjölmiðla.

Markvörðurinn Matheus er einn af mörgum Brasilíumönnum sem eru í leikmannahópi Braga. Hann segir að væntingar og kröfur stuðningsmanna séu þær að liðið fari í riðlakeppnina.

„Við búum okkur undir að mæta erfiðum andstæðingi í FH en við erum hérna til að sækja góð úrslit sem gera okkur kleyft að klára einvígið á heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn," segir Matheus.

„Við búumst við mjög erfiðum andstæðingi sem spilar líkamlegan fótbolta og berjast um hvern einasta bolta."

Abel Ferreira, þjálfari Braga, tók í sama streng og sagði að Íslendingar væru þekktir fyrir ákefð og baráttuanda. hann segir að það hafi verið fyrsta markmið tímabilsins að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og leikmenn séu meðvitaðir um metnað félagsins.

Hér að neðan má sjá frá því þegar leikmenn Braga mættu í Kaplakrikann.



Sjá einnig:
Heimir Guðjóns: Verðum að trúa því að við eigum möguleika
Böddi löpp: Notum kannski svipað leikplan og ÍBV gerði gegn okkur
Athugasemdir
banner
banner
banner