Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 17. ágúst 2017 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Þórhallur Dan: Brattari brekka en hjá Jóni Snorra á K2
Þórhallur Dan Jóhannsson, þjálfari Gróttu.
Þórhallur Dan Jóhannsson, þjálfari Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhallur Dan Jóhannsson, þjálfari Gróttu, var mjög svekktur með 3-1 tapið gegn ÍR í kvöld í Inkasso-deildinni en hann telur að ÍR sé búið að bjarga sér frá falli eftir leik kvöldsins.

ÍR-inga eru með sjö stiga forystu á Gróttu þegar fimm leikir eru eftir. Jón Gísli Ström skoraði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks og ÍR-inga bættu svo við tveimur mörkum í þeim síðari eftir að Sergine Modou Fall kom inná.

„Þeir voru betri en við á öllum sviðum í dag. Við vorum bara slakir, þannig það er basically þannig. Þú færð út úr leikjunum það sem þú leggur í þá. Þeir unnu okkur fair and square," sagði Þórhallur við Fótbolta.net.

„Við vorum ekki að runna á það sem við erum góðir í. Þeir voru þéttir og það var ekkert sem kom á óvart, við vissum að þeir myndu leggja upp með því. Þeir stóðu varnarvinnuna, voru agaðir og flottir."

ÍR fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks er Alexander Kostic virtist fá boltann í handlegginn. Honum fannst þetta verðskuldað víti.

„Mér fannst þetta vera hendi. Það mótmælti því enginn og mér fannst hann setja hendina út. Það er vont að lenda undir á móti ÍR og svo halda þeir stöðunni vel og setja tvö mörk. Þá var þetta erfitt en það kom smá púls hjá okkur í restina en við vorum ekki að spila vel í dag."

„Hún var ekkert falleg hálfleiksræðan. Það eru heill hálfleikur eftir og gátum skorað fullt af mörkum en við vorum ekki að gera það sem við vorum að leggja upp með. Einhverja hluta vegna þá voru þeir ekki á sínum leik í dag og eins og staðan er núna er ÍR búið að bjarga sér og verðugir að vera í þessari stöðu sem þeir eru í."


Fyrir leikinn voru aðeins fjögur stig á milli þessara liða og því afar mikilvægt að fá eitthvað út úr honum en Grótta er núna í miklu basli fyrir síðustu fimm leikina.

„Gaman að fá sex stig ef maður fær sex stig í leik en ég skil hvert þú ert að fara. Þetta var leikur sem við vissum að við myndum spila strax í mars og þetta er lið sem við vissum að við yrðum að ná í stig. Við erum búnir að ná í fjögur stig á móti Leikni en ekkert á móti ÍR og þar liggur eiginlega munurinn. Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur en það er eitthvað sem við þurfum að skoða," sagði hann ennfremur.

Hann telur möguleika Gróttu ekki mikla en segir þó að kraftaverkin geta gerst. Brekkan er brött en hann segir hana svipað bratta og þegar Jón Snorri Sigurjónsson var að ganga upp eitt hættulegasta fjall í heimi, K2.

„Ég tel þá ekki mikla. Ég tel að ÍR sé búið að bjarga sér, við eigum Þór, Keflavík og það eru öll liðin góð í þessari deild. Það er ekkert öruggt í þessu en Leiknir F. bjargaði sér ævintýralega á síðasta ári en ef ég á að vera raunsær þá er brekkan orðin brött. Hún er orðin brattari en hjá Jóni Snorra á K2 eða Everestinum," sagði hann í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner