Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. ágúst 2017 16:31
Elvar Geir Magnússon
Zlatan tilnefndur sem leikmaður ársins af FIFA
Zlatan vann deildabikarinn og Evrópudeildarmeistaratitilinn með Manchester United.
Zlatan vann deildabikarinn og Evrópudeildarmeistaratitilinn með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo vann verðlaunin á síðasta ári.
Cristiano Ronaldo vann verðlaunin á síðasta ári.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur tilkynnt um hvaða leikmenn eru tilnefndir sem leikmaður ársins 2017. Fjórir núverandi leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru á listanum.

Það eru Harry Kane hjá Tottenham, Alexis Sanchez hjá Arsena og þeir Eden Hazard og N'Golo Kante hjá Englandsmeisturum Chelsea.

Cristiano Ronaldo, sigurvegarinn frá því í fyrra, er tilnefndur og það sama má segja um Lionel Messi og Neymar.

Sigurvegari verður ákveðinn af dómnefnd þjálfara, fulltrúa fjölmiðla og stuðningsmanna. Atkvæðagreiðslu lýkur 7. september og sigurvegarinn kynntur í verðlaunahátíð í London 23. október.

Þetta er í annað sinn sem FIFA veitir verðlaunin með þessum hætti eftir að samstarfinu við France Football lauk. Franska tímaritið heldur áfram að veita sín eigin verðlaun.

Tilnefndir sem leikmaður ársins 2017:
Pierre-Emerick Aubameyang (Borussia Dortmund og Gabon)
Leonardo Bonucci (AC Milan og Ítalía)
Gianluigi Buffon (Juventus og Ítalía)
Daniel Carvajal (Real Madrid og Spánn)
Paulo Dybala (Juventus og Argentína)
Antoine Griezmann (Atletico Madrid og Frakkland)
Eden Hazard (Chelsea og Belgía)
Zlatan Ibrahimovic (Manchester United og Svíþjóð)
Harry Kane (Tottenham og England)
Andres Iniesta (Barcelona og Spánn)
N'Golo Kante (Chelsea og Frakkland)
Toni Kroos (Real Madrid og Þýskaland)
Robert Lewandowski (Bayern München og Póllan)
Marcelo (Real Madrid og Brasilía)
Lionel Messi (Barcelona og Argentína)
Luka Modric (Real Madrid og Króatía)
Keylor Navas (Real Madrid og Kosta Ríka)
Manuel Neuer (Bayern München og Þýskaland)
Neymar (Barcelona og Brasilía)
Sergio Ramos (Real Madrid og Spánn)
Cristiano Ronaldo (Real Madrid og Portúgal)
Alexis Sanchez (Arsenal og Síle)
Luis Suarez (Barcelona og Úrúgvæ)
Arturo Vidal (Bayern München og Síle)

Tilnefndir sem þjálfari ársins 2017:
Massimiliano Allegri (Juventus)
Carlo Ancelotti (Bayern München)
Antonio Conte (Chelsea)
Luis Enrique (Barcelona)
Pep Guardiola (Manchester City)
Leonardo Jardim (Mónakó)
Joachim Löw (Þýskaland)
Jose Mourinho (Manchester United)
Mauricio Pochettino (Tottenham Hotspur)
Diego Simeone (Atletico Madrid)
Tite (Brasilía)
Zinedine Zidane (Real Madrid)
Athugasemdir
banner
banner
banner