Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 17. ágúst 2024 10:10
Ívan Guðjón Baldursson
Ætla að finnna lausn fyrir Gallagher og Felix
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Getty Images
Það er úr nógu að taka í slúðri dagsins þar sem gríðarlega mikið af mögulegum félagaskiptum liggja í loftinu.


Crystal Palace mun hafna fjórða kauptilboði Newcastle í varnarmanninn Marc Guéhi, sem nemur 65 milljónum punda. Guehi er 24 ára gamall og er talið að Palace vilji minnst 70 milljónir til að selja hann. (Sky Sports)

Newcastle er að skoða aðra varnarmenn en ætlar ekki að gefast upp á að kaupa Guéhi alveg strax. (I News)

Trevoh Chalobah, 25 ára leikmaður Chelsea, er meðal varnarmanna sem Eddie Howe þjálfari er með á óskalistanum. (Talksport)

Crystal Palace er búið að ná samkomulagi við miðvörðinn Maxence Lacroix, 24, um samningsmál en þarf núna að ná samkomulagi við Wolfsburg um kaupverð. (Sky Germany)

Newcastle getur fengið kantmanninn Noni Madueke, 22, frá Chelsea fyrir 30 milljónir punda, en vill byrja á að fá hann á láni út tímabilið. (Football Insider)

Chelsea og Atlético Madrid munu ræða saman yfir helgina til að finna lausn fyrir félagaskipti Conor Gallagher og Joao Felix, sem eru báðir 24 ára. (Telegraph)

Arsenal er að ganga frá kaupum á spænska landsliðsmanninum Mikel Merino, 28. (Fabrizio Romano)

Merino verður ekki í leikmannahópi Real Sociedad um helgina vegna yfirvofandi félagaskipta til Arsenal. (Marca)

Sean Dyche á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Everton og hefur ekki átt viðræður við stjórnendur félagsins. Everton hefur verið til sölu síðustu misseri og verður líklega selt á tímabilinu. (Guardian)

Dele Alli, 28, reynir fyrir sér hjá Everton þessa dagana. Félagið á eftir að taka ákvörðun um hvort Alli sé í nægilega góðu standi bæði andlega og líkamlega til að spila aftur í ensku úrvalsdeildinni. (Guardian)

Fiorentina hefur mikinn áhuga á sænska miðverðinum Victor Lindelöf, sem er 30 ára gamall og samningsbundinn Manchester United út tímabilið. (Gianluca Di Marzio)

Manchester United er tilbúið til að selja Hannibal Mejbri, 21, í sumar. Skosku stórveldin Celtic og Rangers eru áhugasöm. (Football Insider)

Arne Slot nýr þjálfari Liverpool hefur sett nýja reglu. Leikmenn eru núna skyldaðir til að borða alla morgunverði saman á æfingasvæði félagsins. (Times)

Tammy Abraham, 26 ára framherji AS Roma, er á leið í sádi-arabísku deildina þrátt fyrir áhuga frá West Ham. (La Repubblica)

Leeds United vill kaupa Manuel Benson, 27 ára kantmann, frá Burnley. (Football Insider)

Thiago Alcantara er kominn aftur til Liverpool eftir að hafa stoppað stutt í Barcelona. Hann er búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna og er að ljúka námi fyrir þjálfaragráðu frá UEFA. (Marca)

Xabi Alonso vill ekki missa miðvörðinn Jonathan Tah, 28, frá Leverkusen í sumar þrátt fyrir sterkan orðróm um að hann sé á leið til FC Bayern. (Sky Germany)
Athugasemdir
banner
banner
banner