Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 17. ágúst 2024 09:37
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur Jobe Bellingham skrifar undir hjá Sunderland (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jobe Bellingham, yngri bróðir stórstjörnunnar Jude, er búinn að gera nýjan samning við Sunderland þrátt fyrir áhuga úr ensku úrvalsdeildinni.

Nýr samningur Bellingham gildir næstu fjögur árin en Brentford og Crystal Palace reyndu bæði að krækja í hann í sumar.

Bellingham er 18 ára gamall og er ekki ósvipaður bróður sínum innan vallar. Hann leikur sem sóknarsinnaður miðjumaður og getur einnig leikið í fremstu víglínu.

Hann er kominn með eina stoðsendingu eftir fyrstu umferð á nýju tímabili í Championship deildinni, en á síðustu leiktíð skoraði hann sjö mörk og gaf eina stoðsendingu í 47 leikjum í öllum keppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner