mið 17. september 2014 17:39
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Bayern án Ribery og Robben
Diego Costa á bekknum hjá Chelsea
Xabi Alonso er í byrjunarliði Bæjara.
Xabi Alonso er í byrjunarliði Bæjara.
Mynd: Getty Images
Stórleikur kvöldsins í Meistaradeildinni er viðureign Bayern München og Manchester City en hér að neðan má sjá byrjunarliðin í þeim leik ásamt byrjunarliði Chelsea gegn Schalke.

Franck Ribery er ekki með Bayern en hann spilaði á laugardag sinn fyrsta leik eftir aðgerð í hné. Arjen Robben er einnig að glíma við meiðsli í hné og er ekki í byrjunarliði Þýskalandsmeistarana en situr á bekknum.

Stevan Jovetic og Pablo Zabaleta eru ekki með Manchester City og er Bacary Sagna í hægri bakverðinum.

Didier Drogba er í byrjunarlið Chelsea gegn Schalke en Diego Costa er á bekknum. Chelsea á leik gegn Manchester City um helgina og er Jose Mourinho að dreifa álaginu.

Leikir kvöldsins hefjast allir 18:45.

Byrjunarlið Bayern München: Neuer; Rafinha, Benatia, Boateng, Bernat; Xabi Alonso, Alaba, Lahm, Götze, Müller; Lewandowski.

Byrjunarlið Manchester City: Hart; Sagna, Demichelis, Kompany, Clichy; Fernandinho, Yaya Touré, Jesús Navas, David Silva, Nasri; Dzeko.

Byrjunarlið Chelsea gegn Schalke: Courtois; Ivanovic, Cahill, Terry, Filipe Luís; Matic, Fàbregas; Ramires, Willian, Hazard; Drogba.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner