Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 17. september 2014 15:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Erlend félög sýna Rúnari Kristinssyni áhuga
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sem stendur eru meiri líkur á því að ég verði áfram á Íslandi,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson á Vísi.is.

Samkvæmt heimildum Vísis er Rúnar undir smásjá liða í Noregi en sjálfur viðurkennir hann að einhverjar þreifingar hafi verið í gangi.

Í sumar barst fyrirspurn frá félagi í Evrópu.

„Það var ekki heppilegt fyrir mig þá að flytja mig um set. Sem stendur eru meiri líkur á því að ég verði áfram á Íslandi. Þegar þjálfarastöður losnar er stundum bent á mig og þá skoðar maður bara þær fyrirspurnir sem berast."

Samningur Rúnars við KR rennur út eftir tímabilið en sem leikmaður lék hann í Belgíu og Noregi og er reglulega orðaður við þjálfarastöðu hjá félögum í þessum löndum.

Í sumar tók Ólafur Kristjánsson við þjálfun Nordsjælland í Danmörku og spurning hvort Rúnar sé næsti Íslendingur til að taka að sér stórt þjálfarastarf erlendis?
Athugasemdir
banner
banner