mið 17. september 2014 22:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Telegraph 
Gutierrez uppgötvaði krabbameinið eftir samstuð við Sagna
Jonas Gutierrez á ferðinni með Newcastle.
Jonas Gutierrez á ferðinni með Newcastle.
Mynd: Getty Images
Vængmaðurinn Jonas Gutierrez, leikmaður Newcastle, greindi frá því í dag að hann heygi harða baráttu við eistnakrabbamein.

Krabbameinið hefur dreift sér, en upprunalega var hann greindur með krabbamein í eista í október á síðasta ári. Fór hann rakleiðis í aðgerð þar sem eistun voru fjarlægð, en nýverið kom í ljós að krabbameinið hefur dreift sér.

Gutierrez ákvað að rjúfa þögnina og greina frá veikindum sínum og segir hann að krabbameinið hafi verið uppgötvað eftir að hann lenti í samstuði við Bakary Sagna, þáverandi leikmann Arsenal.

,,Ég lenti í hörðum árekstri við Sagna. Það var sárt, alveg virkilega mikill sársauki," sagði Gutierrez.

,,Ég talaði við lækninn eftir leik og hann sagði mér að hafa ekki áhyggjur, þetta væri ekki neitt. Eftir að hafa farið í frí þá byrjaði ég að finna mikið til í eistunum. Deildin byrjaði aftur og í september/október þá var eistað bólgið og mjög stórt."

,,Ég var með verk og leið illa. Ég fór aftur til læknisins sem kom mér í sónar. Þar kom æxlið í ljós og fór ég í aðgerð daginn eftir."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner