mið 17. september 2014 11:22
Magnús Már Einarsson
Halldór ekki áfram þjálfari KV
Halldór Árnason ræðir við Atla Jónasson markvörð KV.
Halldór Árnason ræðir við Atla Jónasson markvörð KV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Árnason mun ekki halda áfram sem þjálfari KV næsta sumar en hann og Páll Kristjánsson hafa þjálfað liðið í sameiningu undanfarin þrjú tímabil.

,,Eftir hrikalega góðan tíma í 3 ár með KV taka við ný verkefni og áskoranir. Ég kveð KV í bili og tek við sem yfirþjálfari yngri flokka KR," sagði Halldór á Twitter í dag.

,,Þrátt fyrir mótlæti og brösótt gengi í sumar er framtíðin björt og afar spennandi tímar framundan. Lokum 1.deild á laugardag og áfram gakk."

Páll gæti áfram komið að þjálfun liðsins en hann segir ekkert ljóst með þjálfaramálin hjá KV.

,,Hvað þjálfaramál varðar þá eru þau í vinnslu hjá okkur. Ekkert ákveðið í þeim efnum," sagði Páll við Fótbolta.net í dag en hann er sjálfur einn af stofnendum KV.

,,Finnst líklegt að við fáum inn nýjan þjálfara og maður yrði honum innan handar. En þetta er bara í skoðun. Eina sem er öruggt er að ég verð ekki einn með liðið."

KV fagnar tíu ára afmæli sínu í dag en félagið var í 1. deild í fyrsta skipti í sumar. Eftir ágætis byrjun er hins vegar ljóst fyrir lokaumferðijna um helgina að KV mun falla niður í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner