Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 17. september 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Man Utd með pening til að kaupa Ronaldo
Powerade
Ronaldo er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Ronaldo er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Gerard Delofeu gæti farið aftur til Everton.
Gerard Delofeu gæti farið aftur til Everton.
Mynd: Getty Images
Miðvikudagur í dag og slúðurpakkinn er að sjálfsögðu á sínum stað líkt og alla aðra daga.



Manchester United er með pening til staðar til að kaupa Cristiano Ronaldo frá Real Madrid. (Sky Sports)

Ronaldo vill fá 500 þúsund pund í vikulaun hjá United. (Bild)

Everton gæti fengið kantmanninn Gerard Deulofeu aftur á láni frá Barcelona en hann fær lítið að spila hjá spænska félaginu. (Daily Express)

Luiz Gustavo, miðjumaður Wolfsburg, hefur útilokað að hann muni ganga í raðir Arsenal eða Manchester United. (Daily Star)

Pep Guardiola, þjálfari Bayern, segir að enginn leikmaður liðsins hafi viljað ganga í raðir Manchester United í sumar þrátt fyrir að Arjen Robben, Thomas Muller, Bastian Schweinsteiger og Toni Kroos hafi allir verið orðaðir við enska félagið. (Guardian)

Southampton græddi meiri pening á sölu á leikmönnum en nokkuð annað félag í sumar. Southampton seldi leikmenn fyrir samtals 97 milljónir punda. (Daily Mail)

Hópur stuðningsmanna Newcastle ætla að mótmæla fyrir leik liðsins gegn Hull á laugardag en stuðningsmennirnir vilja að Alan Pardew taki pokann sinn. (Newcastle Chronicle)

Jose Mourinho vill vera í tíu ár hjá Chelsea og gera liðið að því stærsta í heimi. (Sun)

Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, hefur beðið leikmenn liðsins að vinna Meistaradeildina. (Daily Mirror)

Enska knattspyrnusambandið mun heimta að Nicolas Anelka taki út fimm leikja bann hjá nýju félagi sínu Mumbai City. (Times)

Massimo Cellino, eigandi Leeds, vill fá Darko Milanic þjálfara Sturm Graz sem næsta knattspyrnustjóra. (Sun)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Cardiff, segist vera undir pressu frá Vincent Tan eiganda félagsins. (Wales Online)
Athugasemdir
banner
banner
banner