Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. september 2014 21:04
Daníel Freyr Jónsson
Mourinho: Costa getur ekki spilað þrisvar í viku
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir lið sitt hafa fengið næg tækifæri til að vinna í 1-1 jafnteflinu gegn Schalke í kvöld.

Liðin mættust á Stamford Bridge í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Cesc Fabregas kom Chelsea yfir í fyrri hálfleik, en Schalke jafnaði í þeim síðari með marki Klaas-Jan Huntelaar.

,,Við fengum nokkur frábær færi til að vinna leikinn en við fengum stig. Þetta eru ekki bestu úrslit í heimi, en þó eitthvað," sagði Mourinho.

,,Þeir skoruðu í síðari hálfleik. Við svöruðum því vel og ég hef ekkert út á leikmenn mína að setja. Drogba gerði sitt og átti góðan leik og var með gott framlag. Hann skaut rétt framhjá og þá hefði staðan verið 2-0, en svona er fótboltinn."

Diego Costa kom af bekknum þegar 15 mínútur voru eftir. Mourinho segir framherjann ekki vera í standi til að spila oft í viku.

,,Costa er ekki í standi til að spila þrjá leiki í hverri viku. Hann er með vandamál eftir einn leik, hann þarf að jafna sig og hann getur ekki spilað leiki í miðri viku."
Athugasemdir
banner
banner
banner