Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 17. september 2014 12:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær líklega að missa starfið hjá Cardiff
Ole Gunnar Solskjær og Fred the red lukkdýr Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær og Fred the red lukkdýr Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Cardiff, mun líklega fá að taka pokann sinn í dag eða á morgun samkvæmt sögusögnum í fjölmiðlum á Bretlandi.

Cardiff tapaði 1-0 gegn Middlesbrough í gærkvöldi og er í 17. sæti í Championship deildinni eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni síðastliðið vor.

Norðmaðurinn fundar með Mehmed Dalman formanni Cardiff í London í dag og líklegt er að stjóratíð hans sé að ljúka.

Solskjær tók við Cardiff af Malky Mackay í lok síðasta árs en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur verið ánægður undir hans stjórn.

,,Hann er virkilega rólegur og það er ekkert stress í honum. Hann er öðruvísi en fyrri stjóri. Hann er jákvæður og reynir að halda ró yfir mannskapnum. Hann hefur gert það vel. Hann er fínn stjóri," sagði Aron í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner