mið 17. september 2014 15:23
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal vill að spænskumælandi leikmenn læri ensku
Louis van Gaal, stjóri Manchester United.
Louis van Gaal, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, leggur áherslu á að þrátt fyrir fjölda erlendra leikmanna í hópnum þurfi allir hjá félaginu að tala ensku.

Ander Herrera, Angel Di Maria, Marcos Rojo og Radamel Falcao eru spænskumælandi og tala tungumálið í samskiptum sín á milli og við David de Gea og Juan Mata.

Þrátt fyrir að tala sjálfur góða spænsku vill hann að leikmenn notist við enskuna.

„Allir spænsku leikmennirnir hafa farið í enskukennslu sem hófst fyrir hálfum mánuði. En ég kann spænsku og nota hana þegar á þarf að halda. Þeir eiga samt allir að vera orðnir góðir í ensku innan árs, ég lofa því," sagði Van Gaal við Manchester Evening News.

Falcao getur aðstoðað félögum sínum við tungumálakennsluna en athygli vakti á fréttamannafundi á dögunum hversu góða ensku hann talar.

Þess má geta að Van Gaal sendi Antonio Valencia í enskukennslu þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi búið á Englandi í átta ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner